spot_img
HomeFréttirÓlafur framlengdi hjá Grindavík til tveggja ára

Ólafur framlengdi hjá Grindavík til tveggja ára

 
Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélagið sitt Grindavík og mun því leika með liðinu á næstu leiktíð í Iceland Express deild karla.
Ólafur átti sitt besta tímabil í úrvalsdeild á síðustu leiktíð og hefur síðustu tímabil gegnt stærra og stærra hlutverki innan liðsins. Ólafur var með 8,5 stig, 4,1 frákast og 2,2 stoðsendingar með Grindavík á síðust leiktíð.
 
Þýskaland var einnig inni í spilunum hjá Ólafi en á þarsíðustu leiktíð lék Ólafur með unglingaliðinu Eisbaren Bremerhaven. Ólafur ákvað hinsvegar að vera áfram hér á landi. ,,Það er klárlega á framtíðarplaninu að komast út og spila en ég þarf meiri reynslu hér heima og ég tel mig vera á réttri leið miðað við frammistöðuna á síðasta tímabili,“ sagði Ólafur í samtali við Karfan.is.
Ljósmynd/ Þorgils Jónsson: Ólafur verður áfram í Röstinni næstu tvö tímabil.
 
Fréttir
- Auglýsing -