Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélagið sitt Grindavík og mun því leika með liðinu á næstu leiktíð í Iceland Express deild karla.
Ólafur átti sitt besta tímabil í úrvalsdeild á síðustu leiktíð og hefur síðustu tímabil gegnt stærra og stærra hlutverki innan liðsins. Ólafur var með 8,5 stig, 4,1 frákast og 2,2 stoðsendingar með Grindavík á síðust leiktíð.
Þýskaland var einnig inni í spilunum hjá Ólafi en á þarsíðustu leiktíð lék Ólafur með unglingaliðinu Eisbaren Bremerhaven. Ólafur ákvað hinsvegar að vera áfram hér á landi. ,,Það er klárlega á framtíðarplaninu að komast út og spila en ég þarf meiri reynslu hér heima og ég tel mig vera á réttri leið miðað við frammistöðuna á síðasta tímabili,“ sagði Ólafur í samtali við Karfan.is.
Ljósmynd/ Þorgils Jónsson: Ólafur verður áfram í Röstinni næstu tvö tímabil.



