spot_img
HomeFréttirÓlafur frá í 1-2 tvær vikur sökum ökklameiðsla

Ólafur frá í 1-2 tvær vikur sökum ökklameiðsla

07:00
{mosimage}

(Ólafur Ólafsson)

Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson verður frá leik með unglingaliði Eisbaren Bremerhaven í um 1-2 vikur þar sem hann meiddist í síðasta leik liðsins. Unglingalið Bremerhaven hafði þá sigur gegn Team Göttingen 72-53 þar sem Ólafur komst ekki á blað í stigaskorinu en hann lék í rúmar 17 mínútur.

Ólafur tók þó 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í leiknum en snéri sig á ökkla og skaddaði smávegis liðband fyrir vikið. Ólafur missir því líklega af næsta leik hjá unglingaliði Eisbaren sem er gegn ALBA Berlin sunnudaginn 16. nóvember næstkomandi. Eisbaren er í 2. sæti í Norðausturriðli unglingakeppninnar og hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína.

[email protected]

Mynd: Þorgils Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -