spot_img
HomeFréttirÓlafur fær nýtt nafn á liðið í Frakklandi

Ólafur fær nýtt nafn á liðið í Frakklandi

Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson fer vel af stað með nýja liðinu sínu USV Ré Basket í frönsku NM2 deildinni en hún er þriðja efsta deild Frakklands. USV Ré Basket hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum og er í 2.-3. sæti í B-riðli NM2 deildarinnar.

Eins og glöggir kannski muna samdi Ólafur við St. Clément en leikur nú fyrir USV Ré Basket en það eru til haldbærar skýringar á því: 

„Þeir þurftu að breyta nafninu þvi að íþróttahúsið sem þeir spiluð í á síðasta tímabili var i bæ sem hét St. Clément og yfirvöld ákvöðu að laga húsið og gólfið án þess að segja félaginu frá þannig þeir færðu sig í næsta bæ sem er Ars en Ré þar sem eg bý og breyttu nafninu í USV Ré Basket,“ sagði Ólafur í samtali við Karfan.is. 

Ólafur hefur komist vel frá sínu en hann gerði t.d. 14 stig í 85-82 sigri gegn LBC í upphafi tímabils. Næsti leikur liðsins er á heimavelli laugardaginn 24. október þegar Alliance Toulouse Basket mætir í heimsókn. 

Mynd/ FB-síða USV Ré Basket – Okkar maður að sjálfsögðu nr. 13.

Fréttir
- Auglýsing -