spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÓlafur Björn til Telekom Bonn

Ólafur Björn til Telekom Bonn

Framherjinn Ólafur Björn Gunnlaugsson samdi á dögunum við þýska úrvalsdeildarfélagið Telekom Bonn. Ólafur er 17 ára gamall, upphaflega úr Val, en lék með ÍR á síðasta tímabili og Tindastól tímabilið þar á undan. Þá hefur Ólafur verið hluti af yngri landsliðum Íslands.

Telekom Bonn hefur verið samfleytt í efstu deild í Þýskalandi síðan árið 1996. Í fimm skipti hefur liðið komist í úrslit, en tapað í þeim í öll skiptin. Þá leikur liðið einnig í Meistaradeildinni.

Fréttir
- Auglýsing -