spot_img
HomeFréttirÓlafur Aron og Sigurður Tómasson spila með ÍR í vetur

Ólafur Aron og Sigurður Tómasson spila með ÍR í vetur

18:12

{mosimage}
(Ólafur Aron með ÍR á Valsmótinu um helgina)

ÍR hafa fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig fyrir átökin í Iceland Express deildinni í vetur.  Annar þeirra er Ólafur Aron Ingvason sem spilaði með Reyni Sandgerði á seinasta tímabili og skoraði 13,8 stig og gaf 4 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

Hann sagði að úrvalsdeildinn hafi freistað þegar ÍR-ingar höfðu samband við hann í sumar.  „Ég ætlaði kannski að fara í Borgarnes en var að eignast barn svo aðstæður voru ekkert að leyfa það”.  Ólafur sagðist vonast til að geta lagt eitthvað að mörkum fyrir veturinn en hann sagði markmið sitt fyrir veturinn vera að gera sitt besta til að gera gott lið betra.

{mosimage}
(Sigurður Tómasson er að snúa á heimaslóðir)

Sigurður Tómasson er uppalinn ÍR-ingur sem hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við ÍR eftir að hafa komið við hjá Þór Þ. og Val.  Hann spilaði 6 leiki með Val á seinasta tímabili og skoraði þar rúmlega 4 stig á leik.  Hann sagði það vera frábært að vera kominn aftur í ÍR.  „Það er langt síðan ég hef spilað með þessum strákum og ég hlakka bara til að geta hjálpað þeim”.  Sigurður var óhræddur við að segja að markmið ÍR-inga í vetur væri að gera betur en í fyrra, „alla leið, ekki spurning”. 

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -