spot_img
HomeFréttirÓlafur Aron framlengir hjá Þórsurum

Ólafur Aron framlengir hjá Þórsurum

Ólafur Aron Ingvason er búinn að framlengja við Þór Akureyri í 1. deild karla en hann var einn beittasti leikmaður liðsins á nýafstöðnu tímabili. Á heimasíðu Þórs segir:
 
Besti leikmaður Þórs í fyrra, körfuknattleiksmaðurinn  Ólafur Aron Ingvasson er búinn að skrifa undir samning um að leika með liðinu á næstkomandi tímabili.
Ólafur spilaði lykilhlutverk í sterku Þórsliði sem komst allt leið í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Ólafur skoraði 17,2 stig, gaf 4,3 stoðsendingar og var með 3,3 fráköst að meðaltali í 21 leik síðasta vetur.
 
Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir félaginu enda voru mikið af úrvalsdeildarliðum að falast eftir kröftum Ólafar sem sýndi það á síðasta tímabili að hann væri einn allra besti leikstjórnandinn í deildinni.
 
Mynd/ Ólafur og Ómar Aspar gjaldkeri KKD Þórs handsala málin.
  
Fréttir
- Auglýsing -