Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur áminnt Ólaf Ólafsson vegna ummælanna sem hann lét falla í sjónvarpsviðtali eftir þriðju úrslitaviðureign KR og Grindavíkur í Domino´s deild karla. Í gær kærði Körfuknattleikssamband Íslands ummælin til nefndarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að áminna Ólaf. Málinu er þar með lokið.
Í kröfum KKÍ kom fram að sambandið krefðist þess að Ólafur yrði ávíttur fyrir ummælin og félagið sektað. Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar var sú að áminna Ólaf en í kröfugerð KKÍ var þess einnig krafist að körfuknattleiksdeild UMFG yrði gerði fjársekt en félaginu var ekki gerð nein refsing í dómnum.