spot_img
HomeFréttirÓlafur: Ætlum okkur stóra hluti

Ólafur: Ætlum okkur stóra hluti

 

Fyrir leik ÍR í undanúrslitum Dominos deild karla í gær gekk nýstofnaður meistaraflokkur kvenna félagsins frá áframhaldandi ráðningu á þjálfara sínum, Ólafi Jónasi Sigurðssyni. Liðið á sínu fyrsta tímabili nú síðast og var ekki langt frá því að komast inn í úrslitakeppni 1. deildarinnar.

 

Þá var einnig gengið frá nýjum samningum við leikmenn, en 15 skrifuðu undir í gær. Nöfn þeirra og fleira má lesa í fréttatilkynningu ÍR hér, en Karfan spjallaði við Ólaf við tækifærið.

 

Ólafur, nú voruð þið að skrifa undir samninga, hvað geturu sagt mér um það?

"Já, við náðum mjög góðum stíganda hjá okkur í fyrra og við viljum ögn meira. Ég gerði tveggja ára samning við félagið og við ætlum okkur stóra hluti"

 

Einmitt, og leikmenn skrifuðu einnig undir samning ekki satt?

"Jújú, fimmtán leikmenn skrifuðu undir samning svo þetta er komið á fulla ferð hjá okkur. Við erum strax byrjuð að æfa og við ætlum að gera þetta af alvöru á næsta ári"

 

Ertu þá komin með hóp sem þú ert sáttur, munu þið fá ykkur erlendan leikmann?

"Við fáum okkur ekki Kana, en já, við ætlum að byggja ofan á það sem við gerðum í fyrra. Því miður fer Hanna út en við erum með fullt af stelpum. Ég væri til í að skoða allt en hópurinn lítur ágætlega út núna"

 

Nú voruð þið svolítið á eftir efstu liðum þetta tímabilið, markmiðið væntanlega að gera betur eða jafnvel að komast upp?

"Ég legg áherslu að við bætum okkur frá því síðast, það er númer 1, 2 og 3. Það var smá bil á milli okkar og bestu liðanna en við náðum að stríða þeim. Við unnum einn leik á móti Þór og á móti Grindavík. Okkar stelpur eiga helling inni og ég sé bara svigrúm til að bæta sig"

 

Þannig að þú sérð bjart framundan en gerir þér raunhæfar væntingar?

"Já, við stefnum á úrslitakeppnina. Við lentum í 5. sæti núna, tveimur leikjum frá því að komast í úrslitakeppnina svo við stefnum augljóslega á að komast í hana næst. Svo árið eftir það þá förum við upp, er það ekki þannig bara?"

 

Að sjálfsögðu! Takk fyrir spjallið og gangi ykkur vel.

 

 

Viðtal / Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -