spot_img
HomeFréttirÓlafur Ægisson: ?Hungrið komið aftur"

Ólafur Ægisson: ?Hungrið komið aftur”

12:30

{mosimage}
(Félagarnir Steinar Kaldal og Ólafur Ægisson í 1. deildinni í vetur)


Körfuknattleiksunnendum ætti að vera í fersku minni árangur Ármanns undir lok tímabilsins í 1. deild karla í vetur. Með liðinu voru margar kempur sem hafa gert garðinn frægann í úrvalsdeild. Karfan.is heyrði í Ólafi Ægissyni sem lék með Ármanni í vetur til að forvitnast um hvað hann myndi gera í vetur.

Verður þú áfram í Ármanni?
Það er ekki ákveðið eins og er. Ástæðan fyrir því að ég fór í Ármann var vegna þess að ég sá mér ekki fært að spila í efstu deild bæði vegna tíma og hnémeiðsla sem hafa verið að angra mig síðasta árið en jafnframt langaði mig til að spila alvöru bolta. Núna er ég nokkuð góður í hnénu og hungrið er komið aftur þannig að mig langar að fara aftur í efstu deild.

Hvað þarf til að þú yfirgefir Ármann?
Gott lið með góðan þjálfara sem getur haft not fyrir mig.

Hvernig var að leika í 1. deildinni í fyrra?
Það var mjög gaman. Við vorum með góðan hóp af strákum sem hafa þekkst lengi og langflestir spilað saman á einhverjum tímapunkti. Við vorum ekkert að tapa okkur í metnaði til að byrja með en þegar leið á tímabilið þá fóru menn að sjá möguleika á að fara upp og þangað var markið sett undir það síðasta. Því miður gekk það ekki eftir.

Hvað vantaði upp á að Ármann færi upp?
Við hefðum getað verið í betra formi. Svo voru útlendingamál svolítið erfið fyrir okkur og eins þegar við skiptum um þjálfara svona rétt fyrir úrslitakeppni. En Pétur hjálpaði okkur mikið og sparkaði svolítið í rassinn á okkur sem við þurftum á að halda. Ég vil meina að við höfum verið með besta hópinn af Íslendingum en það gerir víst lítið fyrir lið í dag.

Hvar langar þig að spila á næstu leiktíð?
Ég er KR-ingur og hjartað slær í vesturbænum. Ég á marga vini þar bæði leikmenn og stjórnarmenn sem er gott að vinna með. Planið er að æfa með KR í sumar og sjá svo til. Það er nægur tími til að pæla í þessu.

[email protected]

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -