Frank Aron Booker og félagar í Oklahoma Sooners voru settir í 3. sætið fyrir lokakeppni háskólaboltans fyrr í mánuðinum. Eftir það hafa þeir sigrað tvo leiki og eru því komnir í undanúrslit í austurriðlinum eða 16-liða úrslitin í heildina, þar sem þeir mæta Michigan State 27. mars nk.
Oklahoma sigruðu Albany háskólann í fyrstu umferðinni 69-60 þar sem skoraði 8 stig og skaut 2/6 í þristum. Þar næst sigruðu Sooners Dayton háskólann þar sem Booker var þriðji stigahæsti í liðinu með 12 stig og skaut 4/6 í þristum.
Okkar maður heldur betur að stíga upp þegar mest á reynir í mars-fárinu.
Næst mæta Oklahoma Michigan State á föstudaginn nk. en Spartans höfðu verið settir í 7. sæti riðilsins fyrir mótið. Sooners eru nú hæst “rankaða” liðið í austurriðlinum þar sem Villanova (1) og Virginia (2) hafa bæði verið slegin út úr keppninni. Fyrirfram eru Spartans sagðir sigurstranglegri og í skoðanakönnun á vefnum búast 61% við sigri þeirra en 39% sem búast við sigri Sooners. Liðsmenn Oklahoma eru samt örugglega ekki saddir og ætla sér að komast í Elite Eight.
Það er alla vega morgunljóst að Frank Aron Booker er sá Íslendingur sem hefur náð hvað lengst í lokakeppni bandaríska háskólaboltans fyrr og síðar.



