spot_img
HomeFréttirOklahoma minnkaði í 2-1 og stöðvaði 20 leikja sigurgöngu Spurs

Oklahoma minnkaði í 2-1 og stöðvaði 20 leikja sigurgöngu Spurs

Oklahoma City Thunder minnkaði muninn í 2-1 í nótt í úrslitum vesturstrandarinnar gegn San Antonio Spurs. Með sigri Thunder er 20 leikja sigurgöngu Spurs nú lokið. Leikur næturinnar var sá fyrsti í seríunni á heimavelli Thunder þar sem lokatölur voru 102-82 Thunder í vil.
Kevin Durant var stigahæstur hjá Thunder með 22 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar og einnig myndarlega troðslu yfir Tim Duncan, sannkallað veggspjald.
 
Thabo Sefolosha var næstur í röðinni hjá Thunder með 19 stig, 6 stolna bolta og 6 fráköst. Hjá Spurs voru Tony Parker og Stephen Jackson báðir með 16 stig.
 
Tim Duncan setti met í nótt þegar hann varði fimm skot í leiknum og sló þar með metið hjá hinum fornfræga Kareem Abdul-Jabbar með flest varin skot í úrslitakeppni NBA eða 476 talsins! Metið er nú 477 stykki og í eigu Duncan.
 
Þá var rapparinn Lil Wayne með leiðindi, sagði í Twitter-færslu fyrir leik að honum hefði verið meinaður aðgangur að leiknum af forsvarsmönnum Oklahoma. Málin skýrðust svo þegar Dan Mahoney talsmaður Oklahoma sagði að rapparinn hefði krafist sæta við völlinn en þau hefðu öll verið uppseld. ,,Við hefðum gjarnan viljað fá hann á völlinn, en hann þarf miða eins og allir aðrir," sagði Mahoney… fagmaður.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -