spot_img
HomeFréttirOklahoma komnir í 3-2 gegn Spurs

Oklahoma komnir í 3-2 gegn Spurs

Oklahoma City Thunder hafa heldur betur svarað fyrir sig eftir að hafa lent 2-0 undir gegn San Antonio Spurs í úrslitum vesturstrandarinnar í NBA deildinni. Liðin mættust í sínum fimmta leik í nótt þar sem Oklahoma hafði betur 103-108 á heimavelli Spurs.
Þrennan Durant, Westbrook og Harden lét fyrir sér finna líkt og áður, Durant með 27 stig og 5 stoðsendingar, Westbrook með 23 stig og 12 stoðsendingar og Harden með 20 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar.
 
Hjá Spurs var Manu Ginobili með 34 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Tim Duncan bætti svo við 18 stigum og 12 fráköstum og Tony Parker gerði 20 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
 
Með sigri Oklahoma í nótt lauk 16 leikja sigurgöngu San Antonio á heimavelli og liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið 20 leiki í röð þar á undan og komist í 2-0 í einvíginu gegn Oklahoma.
 
Næsti leikur fer fram aðfararnótt fimmtudags og er þá leikið á heimavelli Oklahoma þar sem þeir geta tryggt sér titilinn í vestrinu. Takist liðinu að verða vesturstrandarmeistari verður það í fyrsta sinn sem það leikur til úrslita um NBA meistaratitilinn.
 
Mynd/ Durant setti 27 á Spurs í nótt.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -