Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem Oklahoma City Thunder jafnaði metin við Memphis Grizzlies og Miami Heat tók 2-0 forystu gegn Boston Celtics.
Miami Heat 102 – 91 Boston Celtics
Miami 2-0 Boston
LeBron James gerði 35 stig og tók 7 fráköst fyrir Miami í leiknum og félagi hans Dwyane Wade bætti við 28 stigum og 8 fráköstum. Þá var Chris Bosh með 17 stig og 11 fráköst, aðrir leikmenn liðsins skoruðu samtals 22 stig. Hjá Boston var Rajon Rondo með 20 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Garnett bætti við 16 stigum og 6 fráköstum.
Oklahoma City Thunder 111 – 102 Memphis Grizzlies
Oklahoma 1-1 Memphis
Kevin Durant gerði 26 stig og tók 5 fráköst hjá Thunder og Russell Westbrook bætti við 24 stigum og 6 stoðsendingum. Zach Randolph var í rólegri kantinum hjá Memphis með 15 stig og 9 fráköst en stigahæstur hjá Memphis var Mike Conley með 24 stig og 8 stoðsendingar.
Mynd/ Serge Ibaka og félagar í Thunder jöfnuðu metin við Grizzlies í nótt.