spot_img
HomeFréttirOklahoma jafnaði gegn Dallas: Durant setti Haywood á plakat

Oklahoma jafnaði gegn Dallas: Durant setti Haywood á plakat

 
Oklahoma City Thunder landaði mikilvægum sigri í úrslitum vesturstrandarinnar í NBA deildinni í nótt. Oklahoma lagði þá Dallas Mavericks 100-106 og jafnaði þar með einvígi liðanna 1-1. Tveimur leikjum er því lokið á heimavelli Dallas og fara næstu tveir leikir fram á heimavelli Oklahoma.
Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma með 24 stig, 4 stoðsendingar og 3 fráköst og James Harden kom með 23 stig af bekknum. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 29 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Dirk hefur því gert 77 stig í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Tyson Chandler bætti svo við tvennu fyrir Dallas með 15 stig og 13 fráköst.
 
 
Mynd/ Durant fór fyrir Oklahoma í útisigri liðsins gegn Dallas í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -