spot_img
HomeFréttir?Okkur vantar leikmenn" segir Halldór Halldórsson

?Okkur vantar leikmenn” segir Halldór Halldórsson

19:00

{mosimage}

Eins og flestum körfuknattleiksunnendanum ætti að vera ljóst hefur ekki mikið heyrst af liði Tindastóls. Ekkert hefur heyrst af félagaskiptum eða þjálfaramálum. En nú hefur karfan.is náð á Halldóri Halldórssyni formanni deildarinnar og svaraði hann spurningum okkar góðfúslega.

 

Nú hefur lítið heyrst af ykkur undanfarið, er ekkert í gangi?

Jú það er nú ekki allt dautt, þó dauft hafi verið en svona hefur þetta alltof oft verið. Kannski helst því að kenna að ég og þeir fáu sem verið hafa með mér í þessu basli undanfarin ár erum ekki nægilega góðir í að koma okkur á framfæri. Við höfum einbeitt okkur að fjármálunum undanfarin tímabil og nú er svo komið að við erum bara í góðum málum og örugglega fá lið sem eru í eins góðri stöðu og við hvað fjármálin varðar. 

En hver eru markmiðin fyrir næsta vetur?

Við ætlum okkur að vera með á fullu næsta vetur en okkur vantar eitthvað af mönnum. Við höfum rætt við nokkra unga leikmenn en þeir hafa ekki haft áhuga, hafa frekar viljað spila á suðvestur horninu og jafnvel í 1. deild, frekar en að koma hingað og fá raunverulegan spilatíma í efstu deild.

En ef það eru einhverjir áhugasamir leikmenn sem vilja koma þá mega þeir endilega hafa samband við Kristin Friðriksson. 

Hvað með þjálfaramál?

Það er allt útlit fyrir að Kiddi  haldi áfram með liðið.

 

 

[email protected]

 

 Mynd: Jóel

Fréttir
- Auglýsing -