spot_img
HomeFréttirÓíþróttamannsleg villa e. Kristinn Óskarsson

Óíþróttamannsleg villa e. Kristinn Óskarsson

  Óíþróttamannsleg villa
 
Um þessa tegund persónuvillna hefur lengi staðið nokkur styrr. Hér áður fyrr hét hún “ásetningsvilla” og er enn kölluð það meðal gamalla hunda, en það ætti í raun ALLS EKKI að gera. Í dag skiptir ásetningurinn (ætlun leikmannsins) engu máli. Dómarar eiga bara að meta atvikið en ekki ætlunina.
Óíþróttamannsleg villa er þegar leikmaður reynir ekki að leika knettinum innan ætlunar og anda leiksins. Dómarar leggja eftirfarandi til grundvallar þegar þeir meta hvort um óíþróttamannslega villu hafi verið að ræða:
 
-Ef leikmaður gerir ekki tilraun til að leika knettinum og veldur við það snertingu sem skapar andstæðingi óhagræði, skal sú snerting talin óíþróttamannsleg villa (hversu mikil snerting er skiptir ekki máli).
-Ef leikmaður reynir að leika knettinum en veldur við það harðri snertingu sem skapað getur öðrum hættu eða er líkleg til að auka hörku í leiknum skal sú snerting talin óíþróttamannslegri villa.
– Ef að leikmenn brjóta af sér þegar klukkan er stopp er það alla jafna óíþróttamannsleg villa, enda er það ekki í anda leiksins .
– Ef brotið er á hlið eða aftan frá á leikmanni með knött í hraðaupphlaupi og enginn leikmaður er á milli hans og körfunnar skulu dómarar dæma óíþróttamannslega villu. Þetta gildir þar til leikmaðurinn hefur skottilraun, eftir það gildir almenn túlkun á óíþróttamannslegri villu.
– Ónauðsynleg harka skal ekki leyfð, að reyna slá í knött af afli en hitta andstæðing er getur verið dæmi um ónauðsynlega hörku.
 
 
Að sjálfsögðu þarf dómari að hafa skilning á eðli, anda og tilgangi leiksins, hagræði og óhagræði til að verða góður í að meta þessar aðstæður allar.
 
Dómaranefnd hefur ítrekað þann anda leiksins að ofbeldi sé undir engum kringumstæðum réttlætanlegt og leikmenn sem verða uppvísir að slíku skuli undantekningalaust vísað af velli með brottrekstrarvillu.
 
Að auki langar mig til að vekja athygli á fjögurra ára gamalli breytingu á leikreglum þar sem segir að fái leikmaður dæmdar á sig tvær óíþróttamannslegar villur í sama leiknum skal honum vikið af leikvelli.
 
Við erum heiðarleg íþrótt og öll harka viljandi eða óvart á ekki heima í körfuknattleik.
 
 
Kv Kristinn Óskarsson
Fréttir
- Auglýsing -