spot_img
HomeFréttirOg nú er haldið í Síkið

Og nú er haldið í Síkið

Önnur úrslitaviðureign Tindastóls og KR í Domino´s-deild karla fer fram í kvöld í Síkinu í Skagafirði. Slagur liðanna hefst kl. 19:15 en KR leiðir einvígið 1-0 eftir öruggan sigur í fyrsta leik í DHL-Höllinni.

 

Í fyrsta leik lék Myron Dempsey ekki með sökum höggs sem hann fékk á annað augað og þá höfðu menn einnig áhyggjur af Darrel Flake vegna meiðsla. Fróðlegt verður að sjá hvort og þá hvernig þeir Flake og Dempsey geti tekið þátt í leik kvöldsins. 

KR hefur blásið til sætaferða á leikinn en nánar er hægt að grennslast fyrir um þær hér.

Tindstólsmanna bíður ærinn starfi í kvöld, liðið steinlá í frákastabaráttunni í fyrsta leik 61-32 og sú niðurstaða var met eins og sjá má hér í frétt Óskars Ófeigs Jónssonar. 

Nýliðar Tindastóls hafa fengið svakalegan stuðning á heimavelli þetta tímabilið og því má gera ráð fyrir fjölmenni í Síkinu. Forsala aðgöngumiða hefst kl. 17:00 í Síkinu í dag. 

Fréttir
- Auglýsing -