En ætlar Loftur að taka slaginn með sínum gömlu félögum eða leita á ný mið. „Jú, það er rétt, skórnir eru að koma af hillunni og síminn bara stoppar ekki hjá kallinum. Hinir og þessir þjálfarar hjá toppliðum liggja í manni að koma og maður er svona að meta stöðuna. Pálmi [Sigurgeirsson innsk.blm.], minn gamli vinur hjá Snæfell reynir mikið að fá mig þangað en ég veit ekki. Geta þeir eitthvað ?“ sagði Loftur við Karfan.is í samtali. En er Loftur í formi fyrir þau átök sem eru í efstu deild?
„Kallinn hefur bara aldrei verið í betra formi og það tryggði mér nú forsíðuna á dagatalinu hjá okkur slökkviliðsmönnum. Svo hefur maður líka spilað með slökkviliðinu, fylgist þið ekki með? Ég er nú einu sinni heimsmeistari !“ segir Loftur kokhraustur og vísar þar í þegar Ísland vann körfuboltamót sem var haldið á Heimsleikum slökkviliðs- og lögreglumanna.
Hér er vissulega um hnakkaspiksfeitan leikmann að ræða og fylgjumst við því með framvindu mála á næstu dögum um hver mun verða þess aðnjótandi að hafa Loft í sínum röðum.