spot_img
HomeFréttirÖflugur Jón Axel í sigri Davidson

Öflugur Jón Axel í sigri Davidson

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson skoraði áðan 16 stig, tók 4 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í góðum 82-73 sigri Davidson í úrslitakeppni Atlantic 10 riðilsins. Davidson lagði La Salle skólann og eru því komnir áfram í keppninni. P. Aldridge átti svakalegan leik fyrir Davidson með 33 stig og 10 fráköst.

Davidson heldur áfram í fjörinu á morgun og mætir þá Dayton skólanum sem sat hjá þessa fyrstu umferð en Dayton-skólinn er deildarmeistari Atlantic 10 þetta árið með 15 sigra og aðeins 3 tapleiki í riðlinum svo það verður á brattann að sækja hjá Jóni og félögum annað kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -