Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson og Zamora lögðu Mallorca í Primera FEB deildinni á Spáni í dag, 99-76.
Styrmir lék rúma 21 mínútu í leiknum og skilaði 13 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Eftir leikinn eru Styrmir Snær og félagar í 6. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú töp það sem af er deildarkeppni.



