Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin lögðu Rostock Seawolves í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 66-80.
Martin var aftur kominn í lið Alba Berlin, en hann hafði verið frá síðan hann meiddist um miðjan leik Íslands gegn Bretlandi í Laugardalshöll í lok nóvember.
Martin lék rúmar 23 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 13 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum.
Eftir leikinn er Berlínarliðið í 4. sæti deildarinnar með sjö sigra og fjögur töp það sem af er deildarkeppni.



