spot_img
HomeFréttirÖflug liðsheild Hauka í Hveragerði

Öflug liðsheild Hauka í Hveragerði

Botnfraus í kistunni hjá Hvergerðingum þegar Haukar mættu í heimsókn í Domino´s deild kvenna í kvöld. Öruggur Haukasigur staðreynd, 41-70 eftir annars líflega byrjun leiks.
Heimakonur byrjuðu nokkuð betur í leiknum og komust í 8-0 og 13-4 en þá var komið nóg af mistökum Haukameginn og þær rauðklæddu jöfnuðu leikinn jafnharðan 13-13 og greinilegt að þær áttu nokkuð inni miðað við fyrstu mínúturnar. Sydnei Moss setti síðustu stigin í leikhlutanum og Hamarskonur unnu fyrsta leikhlutann því 15-13.
 
 
Þá var komið að Haukum að sína sínar bestu hliðar og hittu vel en á meðan var Hamarskonum fyrirmunaða að setja boltan ofaní. Haukar breyttu leiknum úr 19-22 í 19-35 fyrir hlé þar sem heimakonur misstu algerlega móðinn og voru stigalausar síðustu 5 og hálfu mínútu 2.leikhluta.
 
Haukar hvíldu Hardy meira og meira er á leikinn leið og unnu 3. og 4. leikhluta einnig og síðari hálfleikinn samtals 22-35 þar sem allar yngri stelpurnar í Haukum fengu nokkrar góðar mínútur og gáfu heimakonum ekkert eftir.
 
Leikmaður vallarins í kvöld þarf ekki að koma á óvart, LeLe Hardy með 17 stig og 23 fráköst og 6 stoðsendingar en þess ber að gæta að allt Haukaliðið var að leggja að mörkum í kvöld og liðsheildin öflug.
 
Hjá heimakonum var lítið um vörn í kvöld og ekki mikið sjálfstraust sem virtist fjara út jafnharðan og Haukarnir komust yfir og væntanlega best að læra af mistökunum og gleyma leiknum svo, því stutt er í bikarleik gegn Grindavík heima og þá þarf að gyrða sig í brók. Haukar eiga jafnframt bikarleik á laugardag en ekki langt að fara þar sem þær heimsækja 1.deildar lið Stjörnunnar sem ætti að vera góður sigur en bikar er bikar og ekkert sjáflgefið.
 

Umfjöllun/ Anton Tómasson
Mynd/ Guðmundi Kr. Erlingssyni / Fésbók – Hveragerði-Myndabær
 
  
Fréttir
- Auglýsing -