13:30
{mosimage}
(Serbarnir kunna að meta sínar hetjur)
Eins og flestir vita er körfuknattleikur mikils metin í Serbíu og eru leikmenn og þjálfarar miklar þjóðhetjur. Nýlega ákváðu stjórnendur dýragarðsins í Belgrad að heiðra einn sigursælasta þjálfara serbnesk körfubolta Dusko Vujosevic með því að nefna eina götu í dýragarðinum eftir honum.
Framkvæmdastjóri dýragarðsins sagði að ekki hafi verið hægt að líta framhjá afrekum hins mikla þjálfara og því hafi þeir ákveðið að heiðra hann á þennan hátt.
Vujosevic sem þjálfar Partizan var nokkur sáttur með þennan virðingarvott og sagði það vera betra að hafa götu í dýragarðinum nefndan eftir sér frekar en að vera eitt af aðdráttaröflum garðsins.
Mynd: adriaticbasket.com



