spot_img
HomeFréttirÓðinn Ásgeirsson hættur og leggur skóna á hilluna

Óðinn Ásgeirsson hættur og leggur skóna á hilluna

 
Óðinn Ásgeirsson einn fremsti körfuknattleiksmaður landsins til fjölda ára hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og mun því ekki leika með Þór í vetur. Þetta kemur fram á www.thorsport.is  
Á heimasíðu Þórs segir ennfremur:
 
Óðinn, sem er 32 ára gamall á að baki langan og farsælan feril sem körfuknattleiksmaður. Hann hefur leikið mikinn fjölda leikja með Þór í efstu og 1. deild auk þess sem hann lék eitt tímabil með KR í efstu deild tímabilið 2002-2003. Þá lék Óðinn eitt tímabil með Eagles í Noregi tímabilið 2003-2004.
 
Styrkleikar Óðins voru allstaðar á körfuboltavellinum og þar af nógu að taka. Mesta stigaskor Óðins í efstudeild var 37 stig þegar Þór fékk Hamar í heimsókn í nóvember 2001. Þá tók hann 10 sóknarfráköst í útileik gegn Njarðvík í desember 2001 í sama leik tók hann flest heildarfráköst eða samtals 21. Í heimaleik gegn Haukum sama ár hirti hann 15 varnarfráköst. Flestar stoðsendingar átti hann í útileik gegn Hetti 2005 samtals 6. Flestar mínútur í leik komu gegn Hamri á heimavelli þá spilaði hann 43 mínútur.
 
Fréttir
- Auglýsing -