06:32
Greg Oden, hinn tvítugi miðherji Portland Trailblazers, mun sennilega missa af næstu 2-4 vikum vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leik sínum í fyrrinótt. Hann gekkst undir sneiðmyndatöku í gær sem leiddi í ljós tognun á hægri ökkla.
Eru þetta nokkuð góðar fréttir fyrir leikmanninn og Blazers en hann gæti þurft að sitja af sér allt að 15 leiki ef þessi spá reynist rétt.
ÞJ



