ÍR-ingar sömdu við tvo leikmenn fyrr í dag. Oddur Rúnar Kristjánsson, bakvörður sem lék með Grindavík á síðustu leiktíð gekk í raðir ÍR-inga í dag á eins árs samningi.
Oddur spilaði 21 leik fyrir Grindavík í vetur og skoraði 10,8 stig og 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Oddur er einnig góð skytta fyrir utan þriggja stiga línuna með rúmlega 2 þrista í leik í 5,4 tilraunum eða 39,5% nýtingu.
ÍR-ingar framlengdu einnig við manninn í miðjunni, Vilhjálm Theodór til næstu tveggja ára. Vilhjálmur skoraði 9,2 stig og tók 5,2 fráköst að meðaltali í 19 leikjum í vetur fyrir ÍR-inga.
Mynd: Heimir Skúli Guðmundsson, gjaldkeri kkd. ÍR handsalar samninga við Odd og Vilhjálm fyrr í dag. (ÍR)



