spot_img
HomeFréttirOddur og Feyetteville sigruðu á Nathan Gay Holiday Classic

Oddur og Feyetteville sigruðu á Nathan Gay Holiday Classic

 
Feyettevelli miðskólinn hafði sigur á Nathan Gay Holiday Classic jólamótinu sem fram fór síðla desembermánaðar en með Feyetteville leikur Oddur Ólafsson. Alls tóku átta skólalið þátt í mótinu en Feyettevill var minnsti skólinn sem tók þátt.
,,Fyrsti leikurinn var á móti Union High School. Við unnum þann leik 68-43. Ég átti ágætisleik, skoraði 11 stig, var með 5 stoðsendingar og 4 fráköst,” sagði Oddur í samtali við Karfan.is en næsti leikur var gegn Clinton High School. Í þessum leik hafði Feyetteville góðan 76-62 sigur þar sem Oddur gerði 12 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 5 fráköst.
 
,,Svo var úrslitaleikurinn. Hann var á móti Triton High School. Triton komst í undanúrslit í fyrra í State Champions fyrir 3A public skóla. Þetta var baráttuleikur og við pressuðum allan völlinn 2-2-1 pressu allan tímann og uppskárum mikið af stolnum boltum. Við unnum leikinn 70-57.
Ég átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum. Var með 15 stig, 12 stolna bolta og 6 stoðsendingar,” sagði Oddur en Feyettevill hefur unnið 13 leiki og aðeins tapað einum á leiktíðinni. ,,Þetta er besta byjruninn hjá skólanum frá upphafi,” sagði Oddur… ekki amalegt það.
 
Ljósmynd/ Sigurlið Feyetteville, Oddur er lengst t.v. í treyju 12.
 
Fréttir
- Auglýsing -