Hamar vann sinn fyrsta sigur í Domino´s-deild kvenna í gærkvöldi eftir spennuslag gegn Keflavík. Oddur Benediktsson tók nýverið við liðinu en róstursamt hefur verið hjá kvennaliði Hamars sem höfðu haft tvo þjálfara á tímabilinu áður en Oddur tók við.
„Leikurinn var mjög vel leikinn og spennandi allan tímann. Við framkvæmdum mjög vel það sem settt var upp. Varnarlega var þetta okkar besti leikur, við vorum að verja okkar körfu vel og náðum að pressa vel á boltann. Sóknarlega létum við boltann ganga betur en við höfum gert og allar voru tilbúnir að fá boltann til að skora. Báráttan og krafurinn í liðinu var til fyrirmyndar,“ sagði Oddur um sigur Hamars í gær.
„Ég var ánæður með liðsandann í liðinu, þar sem allir voru hvetjandi og drifu liðfélaga sína áfram. Okkar stuðningfólk var okkar sjötti maður og gaf okkur helling, sérstaklega í seinni hálfleik. Ánægðastur var ég með hugarfar okkar, við gáfumst aldrei upp þó þær væru komnar með forystu. Síðan voru „risaplay“ í lokin þar sem við setjum stór skot.“
Mynd úr safni/ Hveragerði Mynda-bær – Hrafnhildur Magnúsdóttir leikmaður Hamars.



