spot_img
HomeFréttirOddaleikurinn í kvöld: Hver fer í úrslit?

Oddaleikurinn í kvöld: Hver fer í úrslit?

 
Í kvöld er oddaviðureign KR og Keflavíkur í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í DHL-Höllinni í vesturbænum. Það lið sem hefur sigur í kvöld mun mæta Stjörnunni í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Að ýmsu er að huga fyrir kvöldið.
Forsala aðgöngumiða á leikinn hefst á hádegi í dag í DHL-Höllinni. Búist er við að uppselt verið á leikinn svo vissara er að tryggja sér miða í tæka tíð og mæta tímanlega á völlinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar hvatt fólk til þess að notast við almenningssamgöngur eða leggja lengra frá og láta eftir sér smá göngutúr inn í Frostaskjól.
 
Keflvíkingar verða með sætaferðir í boði á leikinn og verður lagt af stað frá Toyota-höllinni kl. 16:30 stundvíslega í dag. Verð í rútuna er kr. 1000,- og gildir lögmálið, fyrstir koma fyrstir fá. Keflvíkingar hvetja alla sína stuðningsmenn til að mæta í hvítu.
 
Leikurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu hjá Stöð 2 Sport en eins og áður hefur komið fram er vissara að stuðningsmenn liðanna séu staddir erlendis eða önnum kafnir í geimrannsóknastöðinni til þess að hafa góða og gilda fjarvistarsönnun, þetta er leikur sem enginn má missa af!
 
KR-Keflavík
Oddaleikur
DHL-Höllin í kvöld kl. 19:15
 
Fjölmennum á völlinn!
Fréttir
- Auglýsing -