spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaOddaleikur: Viðar Örn "Valsmenn virðast njóta þess meira að vera með allt...

Oddaleikur: Viðar Örn “Valsmenn virðast njóta þess meira að vera með allt undir”

Valur tekur á móti Tindastól kl. 19:15 í kvöld í oddaleik um Íslandsmeistaratitilin. Það sem af er einvígi liðanna hafa þau skipst á að vinna útileikina, þannig að Valur hefur í tvígang unnið í Síkinu og Tindastóll hefur unnið báða leiki sína í Origo Höllinni. 

Á síðasta ári þurfti einnig oddaleik til þess að skera úr um hvort þessara liða myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum, en þá var það Valur sem vann eftir að hafa verið sterkari á lokasprettinum, 73-60.

Karfan hafði samband við Viðar Örn Hafsteinsson þjálfara Hattar og spurði hann út í einvígið og hvernig hann sér leik kvöldsins spilast.

Hvernig finnst þér einvígið hafa spilast, við hverju er að búast í þessum oddaleik?

“Kemur mér mjög á óvart að heimavöllurinn hafi ekki gefið neitt. Varnarleikur Vals finnst mér alveg geggjaður og fyrir leikinn í kvöld þá er það eitthvað sem Tindastóll þarf að finna lausn á. Hjá Val hefur Frank Booker verið alveg geggjaður. Oddaleikurinn verður naglbítur fram á síðustu sekúndur, ég held að þetta muni ráðast á einu skoti hér eða þar. Spurning með þreytu í liðunum en adrenalín mun líklega þurrka það út, svo er það spennustig í öllum Skagafirði. Valsmenn virðast njóta þess meira að vera með allt undir. En varðandi úrslit leiksins þá held ég að Stólarnir brjóti þennan glervegg sem er fyrir framan þá og taki sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.”

Hvernig fer leikurinn?

“Það er niðursveifla á fasteignamarkaði á meðan sauðburður er á fullu svo ég segi Stólar 83-84 Tindastóll.”

Fréttir
- Auglýsing -