spot_img
HomeFréttirOddaleikur um þann stóra á dagskrá í kvöld

Oddaleikur um þann stóra á dagskrá í kvöld

Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla mun fara fram í kvöld er Valur tekur á móti Grindavík kl. 19:15.

Þetta mun vera þriðja árið í röð sem oddaleikur fer fram um titilinn á heimavelli Vals. Þeir unnu Tindastól árið 2022 og hömuðu Íslandsmeistaratitlinum þá í fyrsta skipti síðan að fyrirkomulag úrslitakeppninnar var sett á laggirnar. Í fyrra máttu þeir svo þola tap fyrir Tindastóli, sem þá voru að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

Grindvíkingar fóru síðast í úrslit árið 2017, en þá lutu þeir í lægra haldi gegn KR í oddaleik á Meistaravöllum. Titilinn vann Grindavík síðast árið 2013, en þá var það einnig eftir oddaleik gegn Stjörnunni í Röstinni.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Subway deild karla – Úrslit

Valur Grindavík – kl. 19:15

Einvígið er jafnt 2-2

Fréttir
- Auglýsing -