spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaOddaleikur um sæti í Subway deildinni á dagskrá í kvöld - Fer...

Oddaleikur um sæti í Subway deildinni á dagskrá í kvöld – Fer Skallagrímur eða Hamar upp?

Hamar tekur á móti Skallagrím í Hveragerði í kvöld í oddaleik úrslita fyrstu deildar karla.

Staðan í einvíginu 2-2, en liðin hafa skipst á heimasigrum í þessa fyrstu fjóra leiki.

Liðið sem sigrar í kvöld mun fylgja Álftnesingum upp í Subway deildina, en Álftanes hafði tryggt sig beint upp með því að sigra deildarkeppni fyrstu deildarinnar á tímabilinu.

Leikur dagsins

Úrslitaeinvígi – Fyrsta deild karla

Hamar Skallagrímur – kl. 19:15

(Staðan er jöfn 2-2)

Fréttir
- Auglýsing -