spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaOddaleikur um laust sæti í efstu deild kvenna fer fram í kvöld

Oddaleikur um laust sæti í efstu deild kvenna fer fram í kvöld

Njarðvík tekur á móti Grindavík í Njarðtaks gryfjunni í kvöld í fimmta og síðasta leik liðanna í úrslitaeinvígi fyrstu deildar kvenna.

Njarðvík vann fyrstu tvo leiki einvígisins áður en Grindavík vann tvo sigra í röð og fullkomnuðu endurkomuna. Staðan fyrir leik kvöldsins því 2-2 og um hreinan úrslitaleik um sæti í efstu deild að ári að ræða.

Þrjá leiki þarf að vinna til að tryggja sig upp um deild.

Leikur dagsins

Fyrsta deild kvenna:

Njarðvík – Grindavík – kl. 19:15

Einvígið er jafnt 2-2

Fréttir
- Auglýsing -