spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaOddaleikur: Sigurður Orri "Tindastóll hefur ekki fundið nægileg svör á hálfum velli"

Oddaleikur: Sigurður Orri “Tindastóll hefur ekki fundið nægileg svör á hálfum velli”

Valur tekur á móti Tindastól kl. 19:15 í kvöld í oddaleik um Íslandsmeistaratitilin. Það sem af er einvígi liðanna hafa þau skipst á að vinna útileikina, þannig að Valur hefur í tvígang unnið í Síkinu og Tindastóll hefur unnið báða leiki sína í Origo Höllinni. 

Á síðasta ári þurfti einnig oddaleik til þess að skera úr um hvort þessara liða myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum, en þá var það Valur sem vann eftir að hafa verið sterkari á lokasprettinum, 73-60.

Karfan hafði samband við Sigurð Orra Kristjánsson fréttamann og hlaðvarpsstjórnanda í Boltinn Lýgur Ekki og spurði hann út í einvígið og hvernig hann sér leik kvöldsins spilast.

Hvernig finnst þér einvígið hafa spilast, við hverju er að búast í þessum oddaleik?

Mér finnst einvígið hafa spilast á mjög áhugaverðan hátt. Tindastóll hefur ekki fundið nægileg svör á hálfum velli en sprengjurnar þeirra í hrapaupphlaupum eru stórhættulegar. Valur mallar áfram og fær framlag frá öllum.

Hvernig fer leikurinn?

Ég býst við jöfnum oddaleik framan af en á sama hátt og í fyrra þá siglir Valur framúr á lokasprettinum og tryggir sér titilinn annað árið í röð með stórleik frá Kristófer Acox, 93-85.

Fréttir
- Auglýsing -