spot_img
HomeFréttirOddaleikur: Ísak Máni "Enginn bjóst við öllum þessum útivallarsigrum"

Oddaleikur: Ísak Máni “Enginn bjóst við öllum þessum útivallarsigrum”

Valur tekur á móti Tindastól kl. 19:15 í kvöld í oddaleik um Íslandsmeistaratitilin. Það sem af er einvígi liðanna hafa þau skipst á að vinna útileikina, þannig að Valur hefur í tvígang unnið í Síkinu og Tindastóll hefur unnið báða leiki sína í Origo Höllinni. 

Á síðasta ári þurfti einnig oddaleik til þess að skera úr um hvort þessara liða myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum, en þá var það Valur sem vann eftir að hafa verið sterkari á lokasprettinum, 73-60.

Karfan hafði samband við Ísak Mána Wíum þjálfara ÍR og spurði hann út í einvígið og hvernig hann sér leik kvöldsins spilast.

Hvernig finnst þér einvígið hafa spilast, við hverju er að búast í þessum oddaleik?

“Mér finnst þetta einvígi búið að spilast frábærlega, enginn bjóst við öllum þessum útivallarsigrum. Ég býst við áframhaldi af því sama, ég er ekki viss um að það nægi Stólum að brjóta Valsara á opnum velli, þeir þurfa að fá fleiri svör á hálfum velli og fá Drungilas meira aktívan í teignum.”

Hvernig fer leikurinn?

“Valsmenn vinna með 6-10 stigum. Þeir kunna þetta og virðast hafa endakallana sem Tindastóll þarf að sýna okkur að þeir hafa.”

Fréttir
- Auglýsing -