spot_img
HomeFréttirOddaleikur í Stykkishólmi í kvöld

Oddaleikur í Stykkishólmi í kvöld

Deildarmeistarar Snæfells og Valur mætast í kvöld í oddaleik undanúrslitanna í Domino´s deild kvenna og þá eigast við Höttur og Þór Akureyri í undanúrslitum 1. deildar karla.
 
 
Viðureign Snæfells og Vals hefst kl. 19:15 en leikur Hattar og Þórs hefst kl. 18:30 á Egilsstöðum.
 
Staðan í einvígi Snæfells og Vals er 2-2. Það lið sem hefur sigur í Stykkishólmi í kvöld mun mæta Haukum í úrslitaseríunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta verður í fimmta sinn síðan árið 2000 sem Haukar munu leika til úrslita en bæði Valur og Snæfell eiga kost á því í kvöld að tryggja sér í fyrsta sinn farseðilinn í úrslitaeinvígið. Úrslit oddaleiksins í kvöld verða því söguleg sama hvoru megin sigurinn lendir.
 
Í einvígi Hattar og Þórs leiða Lagarfljótspiltar 1-0 eftir sigur á Akureyri og dugir Hattarmönnum sigur í kvöld til þess að tryggja sig inn í úrslitarimmuna um sæti í úrvalsdeild. Í hinu einvíginu tókst Blikum að jafna gegn Fjölni í gærkvöldi og þarf oddaleik þar til að skera úr um hvort liðið komist áfram.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -