spot_img
HomeFréttirOddaleikur í kvöld - Fer Þór eða Stjarnan í úrslitaeinvígið?

Oddaleikur í kvöld – Fer Þór eða Stjarnan í úrslitaeinvígið?

Þór Þ tekur á móti Stjörnunni í kvöld í fimmta og síðasta leik leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild karla.

Liðin hafa unnið jafn marga sigra í einvíginu eða tvo talsins, þar sem að Stjarnan vann fyrsta í Þorlákshöfn, en annan leikinn vann Þór í Garðabæ. Sá þriðji vannst á heimavelli Þórs Þ og knúði Stjarnan svo fram oddaleik með sigri í MGH höllinni í fjórða leik.

Þetta þýðir að leikur kvöldsins er hreinn úrslitaleikur um sæti í úrslitaeinvíginu. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið, þar sem að Keflavík verður andstæðingurinn.

Leikur dagsins

Dominos deild karla:

ÞórÞ – Stjarnan – kl. 20:15

Einvígið er jafnt 2-2

Fréttir
- Auglýsing -