spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaOddaleikur: Bragi "Held að Tindastóll taki þetta"

Oddaleikur: Bragi “Held að Tindastóll taki þetta”

Valur tekur á móti Tindastól kl. 19:15 í kvöld í oddaleik um Íslandsmeistaratitilin. Það sem af er einvígi liðanna hafa þau skipst á að vinna útileikina, þannig að Valur hefur í tvígang unnið í Síkinu og Tindastóll hefur unnið báða leiki sína í Origo Höllinni. 

Á síðasta ári þurfti einnig oddaleik til þess að skera úr um hvort þessara liða myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum, en þá var það Valur sem vann eftir að hafa verið sterkari á lokasprettinum, 73-60.

Karfan hafði samband við Braga Guðmundsson ungstirni Grindavíkur og spurði hann út í einvígið og hvernig hann sér leik kvöldsins spilast.

Hvernig finnst þér einvígið hafa spilast, við hverju er að búast í þessum oddaleik?

“Finnst þetta einvígi búið vera mjög skemmtilegt og smá spes að liðin séu bæði búin að vinna leikina sína á útivelli, en það er gaman og þetta er búin að vera góð sería.”

Hvernig fer leikurinn?

Ég held að Tindastóll taki þetta, en er samt ekki alveg viss, segi að Stólarnir taki þetta!”

Fréttir
- Auglýsing -