spot_img
HomeFréttirOddaleikirnir í kvöld: Hverjir fara áfram?

Oddaleikirnir í kvöld: Hverjir fara áfram?

11:20

{mosimage}

 

 

Tveir oddaleikir fara fram í 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld. Skallagrímur tekur á móti Grindavík í Borgarnesi og KR mætir ÍR í DHL-Höllinni í Vesturbænum.

 

Leikur KR og ÍR hefst kl. 19:15 en leikur Skallagríms og Grindavíkur hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu hjá SÝN.

 

Það kann að virðast skrýtið en ekkert þessara fjögurra liða hefur náð að landa sigri á heimavelli í úrslitakeppninni í vetur. Það má því búast við frábærum oddaleikjum í kvöld og er fólk hvatt til þess að fjölmenna á vellina.

 

KR-ÍR

DHL-HÖLLIN KL. 19:15

 

SKALLAGRÍMUR-GRINDAVÍK

BORGARNES KL. 20:00

Fréttir
- Auglýsing -