spot_img
HomeFréttirOddaföstudagur í DHL-höllinni!

Oddaföstudagur í DHL-höllinni!

Þá er komið að oddaviðureign KR og Njarðvíkur en annað árið í röð mætast þessir risar í oddaleik í DHL-höll þeirra KR-inga í undanúrslitum. Staðan í einvíginu 2-2 og tímabilið að veði í kvöld, sumarfrí eða úrslit? Spurningunni verður svarað fjórum leikhlutum eftir kl. 19:15 þegar herlegheitin fara í gang. Í vestubænum komast margir að en það er þó engu að síður tilefni til þess að hvetja stuðningsmenn liðanna til að mæta snemma og tryggja sér pláss því það verður smekkfullt hús í kvöld, svo mikið er víst!

KR tók 1-0 forystu í einvíginu í tvíframlengdum leik sem endaði 69-67, já þið munið rétt, 69-67 eftir 50 mínútur! Njarðvíkingar jöfnuðu í næsta leik 1-1 þar sem stigaskorið tók við sér, 88-86. Þá var komið að KR að ná forystunni á ný 2-1 með öruggum 72-54 sigri í vesturbænum þar sem röndóttir voru alltaf við stýrið og með þann leik í vasanum. Í fjórða leik jöfnuðu Njarðvíkingar 2-2 þar sem Pavel Ermolinski, Lykil-maður þriðja leiksins, lék ekki með KR hvar hann fékk tak í kálfa í upphitun. 

 

Stærsta spurning dagsins er hvort Pavel verði með í kvöld eða ekki! KR svaraði fjarveru Pavels í fjórða leiknum eins og meisturum sæmir, brösug byrjun þar sem Njarðvíkingar komust í 14-0 enda ekki heiglum hent að halda í svona verkefni án byrjunarliðsleikstjórnanda síns en röndóttir sýndu góðan karakter án landsliðsmannsins.

Fréttir
- Auglýsing -