spot_img
HomeFréttirObama og Cameron kíktu á leik í gær

Obama og Cameron kíktu á leik í gær

Marsfárið er hafið og í gær voru fyrstu umspilsleikirnir fyrir 64-liða úrslitin háðir. BYU og WKU unnu sína leiki naumlega og komust áfram. Forseti Bandaríkjanna, Barak Obama og forsetisráðherra Bretlands, David Cameron, skelltu sér á leik í gær og sáu Mississippi Valley State Delta Devils og Western Kentucky Hilltoppers á leikvanginum í Dayton Ohio. David er í þriggja daga heimsókn í Bandaríkjunum og var að fara á sinn fyrsta körfuboltaleik.
Obama er annaálaður körfuboltaáhugamaður og þykir nokkuð tiltækur í sportinu. Sjálfur lék hann með skólaliði sínu þegar hann var í háskóla og í kosningabaráttu sinni til forsetakjörsins fór hann iðulega í körfuboltaa til að slaka á.
 
Hægt er að sjá viðtalið við þá félaga hér
 
NCAA heldur áfram á morgun
Á morgun fara síðan seinni tveir leikirnir í umspilinu um að komast áfram í lokakeppnina en þá eigast við Vermont og Lamar og South Florida gegn California.
  
Fréttir
- Auglýsing -