Hilmar Smári Henningsson og Jonava náðu í sinn annan sigur í röð í dag er liðið lagði Nevezis í úrvalsdeildinni í Litháen, 86-82.
Á rúmum 16 mínútum spiluðum í leiknum var Hilmar með 11 stig, frákast og stoðsendingu.
Sigurinn var sá fyrsti hjá Hilmari Smára og félögum í deildinni, en áður höfðu þeir tapað í fyrstu fjórum umferðunum. Í síðasta leik tókst þeim þó að tryggja sig áfram í bikarkeppninni með sigri gegn Šiauliai.



