spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaNýtt þjálfarateymi opnaði reikninginn með sigri í Ólafssal

Nýtt þjálfarateymi opnaði reikninginn með sigri í Ólafssal

Haukar höfðu betur gegn Fjölni í Ólafssal í kvöld í 18. umferð Subway deildar kvenna. Eftir leikinn eru Haukar í 5. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Fjölnir er í 8. sætinu með 4 stig.

Nokkuð rót hafði verið á þjálfarateymi Hauka fyrir leik kvöldsins. Bjarni Magnússon hafði sagt starfi sínu lausu á dögunum og tilkynntu Haukar það í kvöld að aðstoðarþjálfari hans Ingvar Guðjónsson myndi tak við liðinu með aðstoð Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur og Emils Barja.

Þrátt fyrir að vera öllu neðar í töflunni voru það gestirnir úr Grafarvogi sem byrjuðu leik kvöldsins betur og leiddu með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta, 10-22. Heimakonur náðu þó áttum undir lok fyrri hálfleiks og var leikurinn orðinn nokkuð jafn áður en dómarinn flautaði hálfleik, 30-31.

Í upphafi þess seinni ná Haukar svo ágætis tökum á leiknum og ná að vera skrefinu á undan,sex stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 47-41. Varnarlega nær liðið svo áfram að halda aftur af Fjölni í lokaleikhlutanum og vinna leikinn að lokum, með sex stigum, 58-52.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -