spot_img
HomeFréttirNýtt íþróttahús með parketi í Hveragerði árið 2010

Nýtt íþróttahús með parketi í Hveragerði árið 2010

12:00

{mosimage}

Eins og kom fram á karfan.is í síðustu viku höfum við sent fyrirspurn á sveitarstjóra í þeim sveitarfélögum þar sem eru lið í efstu deild karla eða kvenna en ekkert parket að finna. Spurt var hvernig sveitarfélagið muni bregðast við þeirri reglugerð sem KKÍ setti þingi sínu.

  Í síðustu viku barst svar frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra Akureyrar og nú er komið svar frá Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra í Hveragerði. Svör úr Reykjavík, Kópavogi og Skagafirði munu birtast þegar þau berast. 

Það kom mér sannast sagna ekki á óvart að heyra um samþykkt KKÍ varðandi gólfefni þar sem umræða um þessu mál hefur verið afar hávær undanfarin misseri.

Hér í Hveragerði eigum við eitt íþróttahús af minni gerðinni sem nýverið var tekið í gegn og skipt um gólefni á.  Þáverandi bæjarstjórn tók þá ákvörðun að setja dúk á gólfið
enda væntanlega verið að reyna að koma til móts við allar þær íþróttagreinar sem þar eru stundaðar.  Nú er svo komið að við getum flest tekið undir það að ákvörðunin var ekki sú skynsamlegasta.  

Við eigum hér í Hveragerði öflug körfuknattleikslið karla og kvenna sem bæði hafa náð þeim frábæra árangri að keppa í efstu deildum.  Hefur sú staðreynd vakið athygli víða enda sveitarfélagið ekki fjölmennt.  Að sjálfsögðu vill bæjarstjórn styðja við íþróttahreyfinguna með ráðum og dáð og við fylgdumst af áhuga með umræðunni um dúk eða parket sem fram hefur farið undanfarið.  Nú þegar ákvörðun KKÍ liggur fyrir verðum við auðvitað að bregðast við.  Í stefnumörkun núverandi meirihluta er gert ráð fyrir byggingu nýs keppnis íþróttahúss sem búið yrði fullkomnustu aðstöðu sem völ er á.   Það hús yrði undir öllum kringumstæðum lagt parketi.

Í þriggja ára áætlun Hveragerðisbæjar gerum við ráð fyrir að húsið verði vígt á vormánuðum 2010.

[email protected]

Mynd: www.blahver.is

 

Fréttir
- Auglýsing -