spot_img
HomeFréttirNýtt gólf í Hólminum

Nýtt gólf í Hólminum

 
Gólfið í íþróttahúsinu í Stykkishólmi tók breytingum núna í byrjun júní og var þar aðallega verið að breyta línum á körfuboltavöllum. Samkvæmt FIBA staðli þá var óhjákvæmilegt annað en að klára þetta verk fyrir komandi tímbil.
Útlínur vallarinns voru breikkaðar, teigurinn verður beinn niður og þriggjastiga línan færist lengra út eða í 6.75 m frá miðju körfunnar. Hálfhringurinn / boginn undir körfunni bætist við sem en innan hans getur varnarmaður ekki stillt sér upp og þvingað sóknarvillu á sóknarleikmann. Línur á þvervöllum (grænum völlum) voru einnig lagaðar og velli bætt við í miðjuhólf íþróttahússins.
 
Fréttir
- Auglýsing -