spot_img
HomeFréttirNýr maður með FSu

Nýr maður með FSu

19:24

{mosimage}

Nú eru að hefjast leikir kvöldsins í Iceland Express deild karla. FSu menn tefla fram nýjum manni í kvöld en það er Thomas Viglianco, bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf.

Thomas þessi lék með Jakobi Erni Sigurðarsyni og Helga Frey Margeirssyni í Birmingham Southern háskólanum og hóf svo atvinnumannaferil sinn í Evrópu í fyrra þegar hann lék með Horsens IC í dönsku úrvalsdeildinni. Nú í haust hóf hann að leika með Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni en liðið varð gjaldþrota og því var hann laus allra mála.

Í Live statinu hjá KKÍ má sjá að Thomas er í byrjunarliðinu í kvöld.

[email protected]

Mynd: www.bscsports.net

Fréttir
- Auglýsing -