spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaNýr leikmaður Vestra skoraði 100 stig í einum leik í Þýskalandi í...

Nýr leikmaður Vestra skoraði 100 stig í einum leik í Þýskalandi í vor

Vestri tilkynnti í dag að það hafi samið við bandaríska bakvörðinn Jonathan Braeger um að leika með félaginu í 2. deild karla til loka tímabilsins.

Braeger, sem er 28 ára, lék á síðasta tímabili fyrir Baskets Vilsbiburg í fjórðu efstu deild í Þýskalandi en þar komst hann í sögubækurnar fyrir að hafa skoraði 100 stig og náð fjórfaldri tvennu í einum og sama leiknum en hann var einnig með 16 stoðsendingar, 12 fráköst og 12 stolna bolta. Leikurinn, sem var á móti B-liði s.Oliver Würzburg, var skrautlegur í meira lagi og endaði 209-39 en bæði lið telfdu fram vængbrotnum liðum sökum veikinda.

Vestri er sem stendur í sjötta sæti 2. deildarinnar með 4 sigra í 5 leikjum.

Fréttir
- Auglýsing -