spot_img
HomeFréttirNýr leikmaður með Hamri á eftir

Nýr leikmaður með Hamri á eftir

18:45

{mosimage}

Hamar frá Hveragerði teflir fram nýjum leikmanni í leiknum gegn ÍR sem hefst innan skamms. Er þetta drengur frá Úkraínu sem heitir Roman Moniak og lék um tíma með ÍR fyrr í vetur. Moniak lék þá þrjá leiki og skoraði aðeins tvö stig í honum.

Moniak kom til landsins í dag eftir tveggja daga ferðalag og því óvíst hversu mikill liðsstyrkur hann verður í leiknum í kvöld en hann er kominn með leikheimild.

Moniak verður fjórði erlendi leikmaður Hamars en fyrir eru þeir Romi Leimu, Bojan Bojovic og George Byrd.

Leikur ÍR og Hamras hefst kl. 19:15.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -