09:52
{mosimage}
(Henning var aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Hauka á síðasta tímabili, hér er hann að fagna með Yngva Gunnlaugssyni þjálfara Haukakvenna)
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands-KKÍ hefur gengið frá ráðningu Hennnings Henningssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna. Henning hefur mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari. Henning hefur þjálfað í efstu deildum karla og kvenna og einnig var Henning þjálfari unglingalandsliðs kvenna fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands.
Næsta verkefni kvennalandsliðsins verða Smáþjóðaleikarnir á Kýpur sem fara fram í byrjun júní n.k. og mun liðið hefja æfingar fljótlega. Í ágúst mun liðið leika seinni umferðina í Evrópukeppninni.
Ráðning Hennings er fram yfir Evrópukeppnina í haust. Henning tekur við af Ágústi Sigurði Björgvinssyni en KKÍ rifti samningi sínum við hann sem landsliðsþjálfara í síðustu viku.
Mynd: [email protected]



