Hörður Axel Vilhjálmsson og tékknesku félagar hans í Nymburk máttu fella sig við ósigur í VTB deildinni í gærkvöldi þegar Nymburk tapaði 92-84 gegn Avodor í Rússlandi.
Hörður skoraði 4 stig á tæpum 20 mínútum, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Eftir leikinn í gær eru Hörður og Nymburk í 5. sæti VTB deildarinnar með 6 sigra og 4 tapleiki en rússneska stórliðið CSKA Moskva vermir toppinn með 8 sigra og 1 tapleik.



